Sumarbuðir

Faðir Yevheniy væntanlegur til Íslands

Faðir Yevheniy er formaður KFUM í Novi í Úkraínu og aðal tengiliður okkar við verkefnið „Jól í skókassa“. Hann er jafnframt prestur í rétttrúnaðarkirkjunni í bæ sem heitir Subatse. Faðir Yevheniy er mikill hugsjónamaður og mjög brennandi fyrir velferð barna og unglinga í landi sínu. Það verður mikill fengur að fá hann hingað til lands til að hitta fólk og upplýsa um það sem KFUM í Úkraínu er að gera fyrir börn og unglinga.

Hann mun taka þátt í skókassamóttökunni í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, laugardaginn 3. nóvember.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889