Sumarbuðir

Vel heppnað leiðtoganámskeið um helgina

Síðastliðna helgi fór fram Sólheimanámskeið KFUM og KFUK og kirkjunnar. Námskeiðið hófst með morgunkaffi klukkan 9.30 og stóð til klukkan 17.00, en þá var námskeiðinu slitið með messu í Sólheimakirkju. Námsekiðið sóttu 79 leiðtogar úr barna – og æskulýðsstarfi KFUM og KFUK og kirkjunnar. Leiðtogar gátu valið úreftirfarandi smiðjum og mátti velja tvær:

Er fáránlegt að trúa á Guð – eða hvað?

Sr.Gunnar Jóhannesson sóknarprestur Hofsósi fjallaði um nokkrar mikilvægar spurningar sem allir þurfa að fást við: Er Guð til? Er mikilvægt að trúa á Guð? Af hverju trúi ég á Guð? Hverju get ég svarað þegar ég er spurður "hvers vegna trúir þú á Guð"?

Hvernig er hægt að nota leiki og leiklist í starfi með börnum og unglingum?

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri, kenndi leiðtogum hvernig hægt er að nota leiki til þess að hvetja þátttakendur í barna – og æskulýðsstarfi til að hugsa skapandi.

Kristið bænalíf

Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fjallaði um bænalífið og kenndi nokkrar fornar og nýjar aðferðir við bæn og íhugun.
Námskeiðið gekk stórvel og allir fóru sáttir heim!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889