Sumarbuðir

Spurningakeppni YD

Spurningakeppni YD var núna síðasta laugardag. Alls kepptu 8 lið og stóðu keppendur sig mjög vel. Spyrill var Haukur Árni æskulýðsfulltrúi og dómari og stigavörður var fyrrverandi Gettu betur þátttakandinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Í fjögurraliða úrslitum kepptu KFUM í Keflavík á móti KFUM í Lindasókn og sigraði lið Lindasóknar, einnig kepptu lið KFUM í Garðabæ á móti KFUK í Grafarholti og sigraði lið Garðabæjar.
Á Vorhátíð KFUM og KFUK á Íslandi sem haldin verður laugardaginn 28. mars munu lið KFUM í Lindasókn og lið KFUM í Garðabæ keppa um bikarinn.
Myndir frá spurningakeppninni eru á myndasíðunni.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889