Sumarbuðir

Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi

Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK var haldið núna um helgina í Vatnaskógi. Á annað hundrað þátttakendur voru á mótinu sem stóð yfir frá föstudegi til sunnudags.
Margt skemmtilegt var gert yfir helgina meðal annars farið í heitu pottana, sungið og spilað, leiknar íþróttir, dansað og hlustað á tónlist, spjallað og nýjum vinum bætt á msn listann.
Á laugardeginum var farið í nýjan, skemmtilegan ratleik þar sem þátttakendur þurftu að lifa sig inn í hlutverk sem fátækur hópur og leysa ákveðnar þrautir. Þrautirnar voru til dæmis að afla sér tekna með vinnu, passa uppá að halda hópinn, passa uppá að selja ekki meðlim í þrældóm og þess háttar.
140 unglingar fóru heim á sunnudag þreytt en ánægð eftir skemmtilega helgi. (HÁH)
Myndir frá mótinu verða fljótlega settar inn á myndasíðuna.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889