Day 3. apríl, 2009

Vorferðir yngri deilda KFUM og KFUK

Yngri deildir KFUM og KFUK halda í dag í árlega vorferð og er ferðinni heitið í Vatnaskóg, Vindáshlíð og Ölver. Lagt verður af stað frá Holtavegi 28 kl. 17:30 í dag föstudag og komið heim um 16:30 á morgun, laugardag.…

Samkoma á Holtavegi sunnudaginn 5. apríl

Samkoma verður á Holtavegi 28 sunnudaginn 5. apríl kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er „Jesús Kristur er Drottinn“. Ræðumaður er dr. Sigurður Pálsson. Mikill söngur. Veitingasala er eftir samkomuna. Allir eru velkomnir.