Day 11. júní, 2009

Kaldársel 1. flokkur – myndir

Mikið stuð er í Kaldárseli þessa dagana þar sem 24 strákar skemmta sér þessa vikuna. Erfiðlega hefur gengið að endurvekja netsamband í Kaldárseli og skýrir það skort á fréttafluttningi þaðan. Hér er hægt að skoða myndir sem teknar hafa verið…

Vindáshlíð: Veisludagur og brottför

Veisludagur byrjaði vel og í ljós kom að stelpurnar í Víðihlíð eru brennómeistarar! Þær fengu að keppa við foringja eftir hádegi við mikla stemningu. Eftir kaffi var hárgreiðslukeppni og voru margar greiðslurnar mjög fallegar. Farið var að "vefa mjúka", þ.e.…

1. flokkur á Hólavatni

Í gær, miðvikudag, fór frumkvöðlaflokkur á Hólavatn í yndislegu veðri. Krakkarnir eru 7 og 8 ára og eru öll að fara í fyrsta sinn í sumarbúðir og gista aðeins tvær nætur. Dagskrá fyrsta dags gekk frábærlega og var buslað í…

Vatnaskógur 2. flokkur

Nú er farið að líða á 2. flokk og allt í góðu gengi. Í gær var farið í Oddakot baðströnd okkar Skógarmanna í blíðskapaveðri en rétt þegar menn voru að koma sér í baðstrandarstellingar þá dró fyrir sólu en flestir…