Sumarbuðir

4.dagur í Ölveri

Allt gekk sinn vana gang í Ölveri í dag. Fyrir hádegi var farið á biblíulestur og í brennó. Stelpurnar fengu svo dýrindis kjúklingabaunabuff í hádegismat. Eftir hádegismat skelltum við okkur í smá fjallgöngu og í íþróttakeppni þar sem keppt var í köngulóarhlaupi, hanaslag og jötunfötu. Eftir hamaganginn fóru stelpurnar í pottinn.
Það var grjónagrautur og heitt brauð með skinku og osti í kvöldmat. Kvöldvaka var haldin í framhaldi af því og var það Skógarver sem stóð fyrir skemmtiatriðum.
Nýjar myndir frá deginum í dag eru komnar inn!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889