Sumarbuðir

Heimferðardagur í 2. flokk á Hólavatni

Í dag koma stelpurnar úr 2. flokk heim frá Hólavatni en vikan hefur verið viðburðarrík hjá þeim. Dagskráin á 17. júní stendur þar ábyggilega uppúr enda gáfu hátíðarhöld á Hólavatn öðrum stöðum ekkert eftir. Boðið var upp á skrúðgöngu, skemmtiatriði, tívolí, kökuhlaðborð og grillaða sykurpúða við opinn eld í lok dags. Þá eru stelpurnar búnar að busla heilmikið í vatninu og sigla á bátunum. Í gær var svo farið í sveitarheimsókn á Vatnsenda en þær ferðir eru ómissandi í hverjum flokk á Hólavatni. Veislukvöldvakan stóð langt fram eftir kvöldi og var mikið hlegið og sungið. Í dag er svo komið að heimferð og eru stúlkurnar væntanlegar við félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri um klukkan 15.30. Myndir úr flokknum má skoða hér á vefnum.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889