Sumarbuðir

Veisludagur í Ölveri

Veisludagur 3.flokks var í Ölveri í gær. Dagurinn byrjaði venjulega og eftir biblíulestur var svo farið í foringjabrennó þar sem sigurlið brennókeppninar, Baldursbrá, keppti við foringja. Einnig var svo leikur þar sem allar stelpurnar kepptu á móti foringjum, að sjálfsögðu unnu foringjar báða leiki.
Í hádegismat var skyr og brauð. Eftir mat fóru stelpurnar í pottinn/sturtu og þær sem vildu fengu fastar fléttur í hárið. Kaffitími var svo næstur á dagskrá og fengu stelpurnar þá snúða og rice crispies að hætti bakarans.
Þegar allir voru búnir og pakka og allt orðið klárt var dýrindis veislumatur borinn á borð, pizza og ís. Eftir mat söfnuðust allir saman upp í sal á kvöldvöku þar sem foringjar sáu um skemmtiatriði.
Stelpurnar fóru svo allar heim með bros á vör eftir að hafa allar fengið verðlaun fyrir hinar ýmsu greinar.
Nýjar myndir frá veisludegi komnar inn.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889