Day 22. júlí, 2009

Vatnaskógur: Myndir úr 6.flokki

Nú eru drengirnir úr 6.flokki komnir heim og nýjir drengir komnir hingað á staðin. Við starfsfólkið þökkum drengjunum fyrir ánægjulega samveru. Nú eru komnar hér á síðuna myndir frá síðustu tveimur dögunum. Hér eru myndir frá 6. degi Hér eru…

Útileikir í Vatnaskógi

Hér í Vatnaskógi hefur blásið talsvert og því höfum við ekki enn getað opnað bátana. Þrátt fyrir það hefur nóg verið að gera gera. Í gær fengum við góða heimsókn frá dönskum hóp frá hreyfingunni FDF. Þau tóku þátt í…

Strákar og sól í Kaldárseli

Kaldársel er heppið þessa vikuna, því hjá okkur eru sérlega góðir og skemmtilegir drengir. Dagurinn byrjaði á klassísku busli í Kaldá og grilluðum pylsum í hádeginu með tónlist úr söngleiknum "koppafeiti" á fóninum. "Ýkt elding" var sungin (aðallega af foringjum…

Sól og fjallganga í Ölveri

Það voru sprækar stúlkur sem þustu fram úr rúmunum í morgun, til að upplifa annan ævintýradag í Ölverinu sínu. Eftir hafragraut og/eða morgunkorn var fánahylling, tiltekt á herbergjum og síðan gerðum við nokkuð óvanalegt; Biblíulestur dagsins héldum við í sól…

Náttfatapartý og fjör í Ölveri

Það er búið að vera nóg að gera í dag hér í Ölveri og nágrenni. Við vöktum stúlkurnar aðeins seinna í dag, til þess að þær hefðu meira úthald inn í kvöldið. Í Biblíulestri dagsins skoðuðum við fólkið í Biblíunni.…

Mánudagur í Vindáshlíð

Enn einn fagur morgunn rann upp hér í Vindáshlíð. Stelpurnar gátu valið Cocopuffs í morgunmat og var það nánast á hverjum diski! Síðan var fáninn dreginn að húni og fánasöngurinn hljómaði í morgunkyrrðinni. Á Biblíulestri var sagan um miskunnsama Samverjann…