Sumarbuðir

11. flokkur í Vindáshlíð hafinn!

Það voru 23 hressar stelpur sem komu upp í Vindáshlíð um hádegisbilið í gær. Þær komu sér fyrir og kynntust bænakonunni sinni, herbergisfélögunum og nánasta umhverfi. Eftir að hafa borðað ljúffengan hádegisverð var farið í göngu upp með læknum þar sem stelpurnar fengu að vaða og skemmtu þær sér konunglega, vel klæddar í rigningunni. Keppt var í kraftakeppni og limbó eftir kaffi og brennókeppnin fór af stað. Í kvöldmat var gradineruð ísa sem stelpurnar hámuðu í sig með bestu lyst. Á kvöldvöku sýndu svo tvö herbergi atriði við mikla kátínu áhorfenda. Stelpurnar voru svo komnar í ró um kl. 23:00.
Hér eru myndir dagsins

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889