Sumarbuðir

Frábærar stelpur og frábær flokkur í Vindáshlíð

Hingað komu í gær 82 stúlkur í ævintýraflokk sem voru ákveðnar í að hafa það gott saman og skemmta sér vel. Veðrið hefur leikið við okkur, sól en þó andkalt. Síðdegis í gær kom svo skúr sem stelpurnar nýttu til þess að leika sér í blautum hoppukastalanum sem varð sleipur og því skemmtilegri fyrir vikið. Svona á lífið í sumarbúðum að vera, allir blautir og skítugir eftir útiveru. Að lokinni hefðbundinni dagskrá í gærkvöldi var farið í leikinn Amacing Race með tilheyrandi lðátum. Það voru því þreyttar stúlkur sem sváfu vært að loknum viðburðaríkum degi hér í Vindáshlíð.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889