Day 9. desember, 2009

Aðventukvöld í Friðrikskapellu í kvöld kl. 20

Árlegt aðventukvöld verður haldið í Friðrikskapellu í kvöld kl. 20:00. Kórar tveggja félaga sem sr. Friðrik stofnaði, Valskórinn og Karlakórinn Fóstbræður, munu syngja á aðventukvöldinu. Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK flytur hugleiðingu. Kári Geirlaugsson stjórnar aðventukvöldinu. Allir velkomnir.