Day 14. maí, 2010

Nýr ævintýraflokkur í Ölveri

Ævintýraflokkarnir eru vinsælustu flokkarnir í sumarbúðunum og fyllast gjarnan fyrst. Ævintýraflokkarnir eru hugsaðir fyrir krakka sem hafa dvalist áður í sumarbúðunum. Þar eru að sjálfsögðu hinir ómissandi dagskrárliðir en auk þess er aldrei að vita upp á hverju foringjarnir taka…

Vinnuflokkur í Vindáshlíð 15 maí!

Vinnuflokkur verður í Vindáshlíð á morgun laugardaginn 15. maí. Flokkurinn hefst með morgunmat stundvíslega klukkan 9.00 og stendur fram eftir degi. Öll aðstoð vel þegin! Gott er að tilkynna þátttöku á netfangið: holmfridur@kfum.is.

Reisugildi á Hólavatni

Síðastliðinn fimmtudag, uppstigningadag, var reisugildi á Hólavatni og því fagnað að allar sperrur í þakvirki hússins höfðu verið reistar. 13 manna vinnuflokkur vann allan daginn og tókst að ljúka frábæru dagsverki. Nú eru allir gluggar komnir í, búið er að…