Sumarbuðir

Brottfarardagur í Vatnaskógi, nýjar lokamyndir

Senn líður að brottför úr Vatnaskógi.

Dagskráin.
Í dag eru bátar, íþróttahús, fótbolti og Brekkuhlaup (u.þ.b. 2 km.) í gangi til kl. 14:30. Síðan verður pakkað og kaffi um kl. 15:00.
Að loknu kaffi er lokastund þar sem flokkurinn er gerður upp í máli og myndum og gert ráð fyrir brottför kl. 17:00, sem þýðir að heimkoma í Reykjavík (Holtaveg 28) verður um kl. 18:00.

Maturinn: í Morgunmat var Cheerios og Corn flex, í hádegismat eru Pizzur, hinar vinsælu Vatnaskógarpizzur og síðan verður kaffi með risakleinuhringjum.

Samskipti
: Nokkur samskipti hafa verið við foreldra í flokknum. Fyrir hönd okkar í Vatnaskógi vil ég fá að þakka fyrir frábær samskipti og samvinnu. Einnig ef foreldrar/forráðamenn hafið athugasemdir eða ábendingar hikið ekki við að hafa samband netfangið er: arsaell@kfum.is

Nokkrar myndir eru frá flokknum: MYNDIR Og hér er enn nýrri: Með kærri þökk og bestu kveðju,
Ársæll forstöðumaður

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889