Sumarbuðir

8. flokkur – Krílaflokkur

8. flokkur – Krílaflokkur
Þær mættu í Ölver kl. 12:00 og var úthlutað herbergi með vinkonum sínum og í hádegismat fengu þær ávaxtajógúrt og brauð. Eftir mat fóru þær smá göngutúr um Ölver og lærðu um svæðið. Eftir hana fóru þær í brennó og að perla. Í kaffi var skúffukaka og vínarbrauð. Eftir kaffi fóru þær að spila. Í kvöldmatinn fengu þær grænmetisbuff, kartöflur og með því. Eftir matinn var kvöldvaka þar sem við sungum, fórum í leiki og hlustuðu á biblíusögu um Týnda soninn. Svo voru ávextir í kvöldkaffi. Bænakonur fóru svo inná herbergin og lásu fyrir þær og fóru með bænir og komu þeim í ró.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889