Sumarbuðir

Ruglið náði tökum á Vindáshlíð

Ruglið náði heldur en ekki tökum á Vindáshlíð í gær þegar ákveðið var að halda rugldag. Foringjarnir tóku öll úr af stelpunum og dagskrá var snúið á haus. Kvöldvakan var t.d. kl. 17, sunginn var fánasöngur í upphafi matartíma í stað borðvers, svo nokkuð sé nefnt. Stelpurnar fengu svo um kvöldið að spreyta sig í hönnun kjóla og var efnið svartur ruslapoki og klósettpappír. Hugmyndaflugi hlíðarmeyja reyndist engin takmörk sett og var árangurinn frábær. Stúlkurnar voru mjög ánægðar með árangurinn. Stúlkunum brá heldur en ekki í brún þegar kvöldinu lauk með því að haldið var upp á jólin. Búið var að höggva jólatré úr skógi Vindáshlíðar, skreyta það með ljósum og öðru því sem tilheyrir jólum. Sumum fannst reyndar að foringjar væru gengir að göflum þegar þeir birtust í gerfi jólasveins og grýlu um mitt sumar. Stelpurnar fengu svo jólagjafi í formi ávaxta og fóru því seint að sofa þreyttar og sælar.
Dagurinn var ákaflega skemmtilegur bæði fyrir stúlkur og foringja.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889