Sumarbuðir

Brjáluð lakkrís- og flatkökusala í Hveragerði

ÆSKÞ heldur Landsmót kirkjunnar á Akureyri 15.-17. október og nokkrar unglingadeildir KFUM og KFUK taka þátt í því móti. Þessar deildir standa núna í fjaröflun fyrir það mót með sölu á klósettpappír, lakkrís og flatkökum til dæmis. Í Hveragerði ætla 47 unglingar í KFUM og KFUK að fara á landsmótið og stendur þar yfir brjáluð lakkrís og flatkökusala. Krakkarnir fengu 400 lakkríspoka og salan gengur mjög vel í Hveragerði.

Hér er hægt að skoða dagskrá mótsins:

www.aeskth.is/landsmot

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889