Sumarbuðir

Á landsmót kirkjunnar við förum trallalla lallalla

Í hádeginu í dag kl. 12:00 fóru um 100 unglingar á vegum KFUM og KFUK á Íslandi á Akureyri á Landsmót kirkjunnar. Á Landsmótinu verður heljarinnar dagskrá og hún er mjög spennandi og skemmtileg. Þátttakendur mótsins eru á bilinu 650-700 manns. Á laugardagskvöld verður slegið upp stóru búningaballi en mótið stendur fram á sunnudag. Krakkarnir hafa verið dugleg með fjáraflanir fyrir þetta mót og fóru þau öll mjög spennt á mótið.
Yfirskrift mótsins er ,,Frelsum þrælabörn á Indlandi"
Líkt og nafnið gefur til kynna þá verður mótið með kærleiksríkasta móti, það verður búið til ýmis verðmæti sem hægt er að breyta í peninga til þess að frelsa þrælabörn á Indlandi.

Dagskrá mótsins er á þessari slóð: http://aeskth.is/landsmot

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889