Sumarbuðir

Alþjóðlegt námskeið í Ölveri

Í gær fór hópur í Ölver en þar hófst vikunámskeið um markvissa stefnumótun innan æskulýðssamtaka. Námskeiðið er haldið á vegum KFUM og KFUK á Íslandi með styrk frá Evrópu unga fólksins. Hópurinn samanstendur af 18 þátttakendum frá 8 Evrópulöndum sem eru Ísland, Slóvakía, Tékkland, Þýskaland, Rúmenía, Lettland, Ungverjaland og Írland. Flestir þátttakendurnir eru starfsmenn eða sjálfboðaliðar KFUM og KFUK í sínu landi. Vel lá á hópnum við komuna en þau verða í Ölveri þar til næsta föstudag.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889