Bæna – og vitnisburðasamkoma sunnudaginn 27. mars kl. 20.
Næsta sunnudagskvöld, þann 27. mars verður að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík. Samkoman verður vitnisburða- og bænasamkoma, en þau Ragnhildur Gunnarsdóttir og Ásgeir Markús Jónsson flytja vitnisburði sína.