Sumarbuðir

Breytingar í starfsmannahópnum

Nú um mánaðarmótin lét af störfum hjá KFUM og KFUK á Íslandi, Kristný Rós Gústafsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Kristný kom til starfa um mitt síðasta ár en stefnir nú á að flytjast til baka á heimaslóðir í Ólafsvík. Við þökkum Kristnýju ánægjuleg kynni og góð störf í þágu félagsins og óskum henni velfarnaðar.
Í hennar stað hefur verið ráðin til starfa, Hjördís Rós Jónsdóttir, sem nú í vor útskrifast frá Háskóla Íslands með Master í félagsráðgjöf. Hjördís Rós er félagsfólki að góðu kunn, enda hefur hún starfað um nokkurra ára skeið í félaginu, einkum í stjórn Ölvers en jafnframt var hún verkefnastjóri fyrir Pragferðina 2008. Hjördís kemur til starfa 1. júní n.k. og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í starfsmannahópinn.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889