Day 8. apríl, 2011

Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi á morgun, 9. apríl

Á morgun, laugardaginn 9. apríl verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fyrir starfsárið 2010-2011 haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 10:30, en formleg fundardagskrá hefst kl.11:00 með ávarpi formanns félagsins, Tómasar Torfasonar. Ársreikningar, starfs…

Sunnudagssamkoma á sunnudaginn, 10. apríl á Holtavegi 28

Næsta sunnudag, þann 10. apríl, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 kl. 20, líkt og önnur sunnudagskvöld yfir vetrarmánuði. Yfirskrift samkomunnar er „Meðalgangari nýs sáttmála“, en ræðumaður kvöldsins er Guðlaugur Gunnarsson. Bjarni Gunnarsson og hljómsveit sjá um tónlistina. Sælgætissala KSS verður…