Sumarbuðir

2.flokkur hafinn í Ölveri

Við fengum 46 hressar og kátar stelpur í Ölver í gær. Stelpurnar notuðu daginn í gær aðallega til að kynna sér svæðið, læra brennó og kynnast nýjum vinkonum. Hamraver sá um kvöldvökuna í gær og tróðu upp með skemmtilegum leikritum og leikjum. Í gærkvöldi var steiktur fiskur og voru stelpurnar ánægðar með það og borðuðu fiskinn af bestu lyst. Stúlkurnar fengu góða næturhvíld í nótt og vöknuðu eldhressar snemma í morgun og til í að takast á við verkefni dagsins. Nú er að hefjast brennókeppni, og í dag förum við í göngutúr og svo fá stelpurnar að busla í heita pottinum.

Hægt er að skoða myndir frá gærdeginum hér: http://kfum.niba.is/nc/myndir/?g2_itemId=128199

Kær kveðja,
Þóra Björg, foringi

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889