Sumarbuðir

3. flokkur í Vatnaskógi gengur mjög vel

Allt gott að frétta úr 3. flokki sem er frábær hópur af skemmtilegum drengjum.
Óhætt er að segja það að þeir uni sér vel og margt í boði. Kvikmyndagerðarhópurinn er kominn á fullt og stórmynd í burðarliðnum. Norðaustanáttin er búinn að vera nokkuð hvöss, smíðastofan stendur fyrir sínu en bátar eru lítið í gangi þrátt fyrir mikla sjómenn í bátaforingjahópnum m.a. fulltrúar frá Landhelgisgæslunni og úr stétt sjómanna.
Í dag var hástökk, mikil þátttaka og fótboltinn stendur alltaf fyrir sínu.
Maturinn: Kakó og brauð í morgunverð (og LÝSI fyrir þá sem vildu). Tortillas var í hádegismat, nýbakað brauð og kökur í kaffinu og grillaðar pylsur í kvöldmat.

Hér er nokkrar myndir frá gærdeginum sýnum fleiri innan tíðar.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889