Sumarbuðir

Kaffisala í Vindáshlíð sunnudaginn 5. júní kl. 14.00-18.00!

Hin árlega kaffisala Vindáshlíðar verður haldin í blíðskaparveðri (samkvæmt veðurspá)í Kjós, sunnudaginn 5. júní kl. 14.00-18.00. Boðið verður upp á girnilegt kaffihlaðborð. Verð krónur 1500 fyrir 14 ára og eldri og 750 krónur fyrir 6-13 ára. Frítt fyrir yngstu börnin. Kaffisalan hefst á messu kl. 14.00 í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr. Hildur Sigurðardóttir messa. Íþróttahúsið verður opið, aparólan sívinsæla verður á sínum stað ásamt hoppukastala og andlitsmálningu. Takið frá sunnudaginn fyrir skemmtilegan sunnudagsbíltúr!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889