Day 23. júní, 2011

17. júní og „Hvað er eiginlega í gangi hérna!“

17. júní í Vatnaskógi hófst með morgunverði og fánahyllingu. Tvöföld fánahylling var. Fyrst var hefðbundin fánahylling þar sem sungið var "Lýs þú fáni" eftir séra Friðrik stofnanda KFUM og KFUK. Síðan voru fánar á fánaborg dregnir upp við undirleik þjóðsöngsins…

2 flokkur í Vindáshlíð

2 flokkur í Vindáshlíð byrjaði mjög vel í gær, stelpurnar sem komu hingað voru spenntar og mjög glaðar þegar loks var komið á leiðarenda. Þegar þeim hafði verið skipt í herbergi og fengið smá tíma til að kynnast og koma…

2. flokkur Vatnaskógur – laugardagur

Það er komið sumar-sól í heiði skín. Jæja kæru foreldrar. Nú er loksins farið að hlýna. Það er þurrt en ennþá hvasst. Því miður hefur okkur ekki tekist að opna bátana enn en vonin fer vaxandi. Drengirnir eru glaðir og…

2.flokkur hafinn í Ölveri

Við fengum 46 hressar og kátar stelpur í Ölver í gær. Stelpurnar notuðu daginn í gær aðallega til að kynna sér svæðið, læra brennó og kynnast nýjum vinkonum. Hamraver sá um kvöldvökuna í gær og tróðu upp með skemmtilegum leikritum…

3. dagur í Ölveri

Allt hefur gengið mjög vel hérna hjá okkur í Ölveri. Hópurinn er alveg frábær og allar stelpurnar alveg til fyrirmyndar. Þær eru duglegar að taka þátt, eru góðar vinkonur, þægar að fara að sofa og syngja með eindæmum vel .…

3. flokkur í Vatnaskógi

Mikið fjör er nú hjá strákunum í Vatnaskógi. Skógurinn fylltist af kraftmiklum drengjum sem skemmta sér vel í góða veðrinu. Sólin skín í heiði og þær fréttir hafa borist úr Vatnaskógi að hópurinn sé frábær. Allt gengur vel. Því miður…