Sumarbuðir

Bongóblíða (Vatnaskógur)

Það var gaman að geta rætt við drengina um Guð skapara alls, í því stórkostlega veðri sem boðið var upp á nú í morgun (miðvikudag). Framundan er dagur fullur af ævintýrum og ljóst að veðrið mun hjálpa til við að gera daginn eftirminnilegan fyrir alla drengina.
Dagskráin í gær var hefðbundin. Bátar, fótbolti, borðtennis, drengir fóru í gönguferðir í skóginn, kvöldvaka, smíðaverkstæði og frjálsar íþróttir svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar er það stundum svo að dagskráin getur virst ögn yfirþyrmandi fyrir suma drengina enda margt í gangi samtímis, en þá eru starfsmennirnir boðnir og búnir að hjálpa þeim við valið.
Þeir sem eru að koma hér í fyrsta sinn eru byrjaðir að finna sig vel heima í hefðum og venjum staðarins, nú strax að morgni þriðja dags og ekki ósennilegt að þeir verði byrjaðir að nota frasann "þetta hefur alltaf verið svona" á morgun eða hinn.
Okkar bíður öllum spennandi dagur í dag, foringjarnir hafa skipulagt frábæra dagskrá sem verður kynnt núna í hádegismatnum og stendur fram að kvöldmat. Meira um það síðar.

Myndir frá deginum í gær eru á slóðinni http://kfum.niba.is/nc/myndir/?g2_itemId=140650, hægt er að ná í forstöðumann á netfanginu elli@vatnaskogur.net og regluleg tíst eða tvít birtast á www.twitter.com/vatnaskogur.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889