Sumarbuðir

Samráðsþing KFUM og KFUK um komandi helgi í Vatnaskógi

Nú um komandi helgi, 21.-23. október verður samráðsþing KFUM og KFUK á Íslandi haldið í Vatnaskógi.
Undanfarin ár hefur það orðið að föstum lið hjá félaginu að halda samráðsþing stjórna og starfsstöðva félagsins að hausti til. Við þetta tækifæri koma saman stjórn KFUM og KFUK á Íslandi og stjórnir starfsstöðva félagsins á landinu, skipulagshópar og starfsfólk Þjónustumiðstöðvar að Holtavegi, ráða ráðum sínum og vinna að skipulagningu starfs félagsins fyrir árið 2012.
Dagskráin hefst með kvöldverði á föstudeginum, 21. október, kl.19:00.
Nánari upplýsingar um samráðsþingið veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar í síma 588-8899.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889