Sumarbuðir

Jólakort til styrktar KFUM og KFUK til sölu í Þjónustumiðstöð

Kæri lesandi,

Athygli er vakin á því að jólakort eru seld í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Ágóði af sölunni er til styrktar starfsemi félagsins. Jólakortin eru m.a. með myndum eftir Rúnu Gísladóttur, myndlistarkonu.

Sum eru með áletruðu ritningarversi, jólaguðspjallinu úr 2.kafla Lúkasarguðspjalls. Jólakortin eru seld í 10 stk.-pökkum og eru í þremur verðflokkum: kr.500, kr.700 og kr.1000.

Verið hjartanlega velkomin á Holtaveginn þar sem þið getið skoðað úrval jólakortanna.

Með aðventukveðju,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889