Sumarbuðir

Aðventufundur KFUM og KFUK á morgun, 6. desember

Á morgun, þriðjudaginn 6.desember , verður hinn árlegi, sameiginlegi aðventufundur aðaldeilda KFUM og KFUK haldinn í húsi félagsins á Holtavegi 28, Reykjavík.

Aldarminning Sigurbjörns Einarssonar biskups verður heiðruð á fundinum, en á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu hans.

Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup flytur jóla – og aðventuhugvekju, og Rannveig Sigurbjörnsdóttir rifjar upp minningarbrot um föður sinn í tilefni þessara tímamóta. Yfirskrift fundarins er: „Trúin er að treysta“.

Karlakór KFUM og KFUK syngur undir stjórn Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur, Kristín Möller hefur orð og bæn í upphafi, og Þórdís Klara Ágústsdóttir stjórnar fundinum.

Kaffi og glæsilegar kaffiveitingar verða á boðstólnum, og jólastemmning verður ríkjandi.

Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að eiga góða og hátíðlega aðventukvöldstund í góðum félagsskap við þetta tækifæri.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889