Sumarbuðir

Heimsþing KFUK í Sviss 2011 – Frásögn á AD KFUK – fundi 31. janúar

Á morgun, þriðjudaginn 31. janúar, verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, kl.20, líkt og aðra þriðjudaga yfir vetrartímann.

Á fundinum verður Heimsþing KFUK í Sviss sumarið 2011 til umfjöllunar, en þær Gyða Karlsdóttir, Hildur Björg Gunnarsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og Kristín Sverrisdóttir munu segja frá ferð sinni, þátttöku á þinginu og upplifun af því í máli og myndum.

Þórdís Klara Ágústsdóttir stjórnar fundinum.

Að fundi loknum verður að venju boðið upp á kaffi og kaffiveitingar gegn vægu verði. Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar á fundinn.

Ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“ ( Jes. 41:13)

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889