Sumarbuðir

Sunnudagssamkoma 12. febrúar: Orð Guðs varir að eilífu

Næsta sunnudag, þann 12. febrúar, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl.20.

Yfirskrift samkomunnar er:  “Orð Guðs varir að eilífu” (Jes.40:6-8).
Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir verður ræðumaður kvöldsins. Hljómsveitin Tilviljun? sem er mörgu félagsfólki orðin kunn, hefur umsjón með tónlistarflutningi, söng og stjórnun samkomunnar. Auðunn og Maja verða samkomuþjónar.
Eftir samkomuna verður sælgætis – og gossala KSS-inga opnuð að venju, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889