Sumarbuðir

Sunnudagssamkoma 19. febrúar á Holtavegi 28 kl.20.

Næstkomandi sunnudag, þann 19. febrúar kl.20, verður sunnudagssamkoma að venju í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi  28, Reykjavík. Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: „Gegnum þjáningu til dýrðar” (Lúk.18:31-34).

 

Hin fjöruga Gleðisveit mun sjá um tónlistarflutning og söng. Félagar úr Gleðisveitinni sjá einnig um hugleiðingu kvöldsins, og ætla að fjalla um þjáninguna og sigurinn í Kristi í upphafi föstu.

Sigrún og Hörður verða samkomuþjónar. Að samkomu lokinni verður sælgætis – og gossala KSS opnuð og gestir eru hvattir til að eiga saman góða stund í upphafi nýrrar viku. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889