Sumarbuðir

Fundur hjá AD KFUM í kvöld á Holtavegi: „Ár í VR“

Í kvöld, fimmtudaginn 23. febrúar verður fundur hjá AD (aðaldeild) KFUM á Holtavegi 28, Reykjavík, kl.20.

Umsjón með efni kvöldsins, „Ár í VR“, hefur Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.  Stefán flytur einnig hugleiðingu.

Fundarstjórn verður í höndum séra Jóns Ómars Gunnarssonar, æskulýðsprests KFUM og KFUK á Íslandi.

Kaffi og kaffiveitingar verða að venju á boðstólnum eftir að fundi líkur. Oddrún Jónasdóttir Uri hefur umsjón með veitingum, og eru henni færðar bestu þakkir fyrir það.

Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn.

 

Fundir AD KFUM eru haldnir alla fimmtudaga yfir vetrarmánuði í húsi KFUM og KFUK, að Holtavegi 28.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889