Sumarbuðir

Skógarvinir: Hellaskoðun við Kaldársel (breyting)

Í kvöld, föstudaginn 2. mars, hefur orðið breyting á dagskrá í Skógarvinadeild KFUM. Vegna veðurs er ekki hægt að fara í þá hella sem áætlað var í upphafi, en þess í stað munum við skoða hella í kringum sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli. Tímasetningar eru óbreyttar. 

Leiðtogar í starfinu eru meðvitaðir um jarðhræringar á svæðinu síðustu daga og munu gæta fyllstu varkárni í ferðinni. Mikilvægt er að þátttakendur komi með vasaljós og hjálm.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889