Sunnudagssamkoma í kvöld á Holtavegi í tilefni Kristniboðsviku
Í kvöld, sunnudaginn 4. mars kl.20, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Samkoma kvöldsins verður kristniboðssamkoma, í tilefni þess að í dag hófst árleg Kristniboðsvika Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.