Sumarbuðir

Hressar stelpur í nefmálun í æskulýðsstarfinu

Yngri deild KFUK á Holtavegi er ein af æskulýðsdeildum KFUM og KFUK, og er starfrækt á hverjum mánudegi. Deildin er fyrir 9-12 ára stúlkur, og þar er ávallt glatt á hjalla og mikið fjör. Stelpurnar syngja á hverjum fundi, hlusta á Guðs orð og taka þátt í leikjum, föndri og ýmsu fleiru.

Síðasta mánudag, 5. mars, heimsótti Elena, sjálfboðaliði KFUM og KFUK fund hjá stelpunum og leiðtogum þeirra (Agnesi, Hafdísi og Snædísi), og tók myndir. Á fundinum var yfirskriftin „Lífið er list“, og stelpurnar máluðu fallegar myndir af árstíðunum fjórum, meðal annars með nefinu!

Myndirnar af fundinum er að finna á facebook – síðu KFUM og KFUK á Íslandi, og af þeim að dæma er nefmálun geysiskemmtileg!

Öll börn (9-12 ára) og unglingar (13-16 ára) eru velkomin í æskulýðsstarf KFUM og KFUK víðs vegar um landið. Upplýsingar um starfið og stað-og tímasetningar funda er að finna hér: http://kfum.niba.is/vetrarstarf/ 

 

 

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889