Sumarbuðir

1.flokkur – Fyrsti flokkur sumarsins farinn af stað í Vatnaskóg

Nú í morgun fór fyrsti flokkur sumarsins í sumarbúðir KFUM og KFUK af stað frá Holtavegi í Vatnaskóg.

Gauraflokkur hefst í Vatnaskógi í dag, en fullbókað er í flokkinn. Yfir fimmtíu hressir og kátir strákar mættu til leiks og munu dveljast í Vatnaskógi til sunnudagsins 10.júní. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í boði, og reynt verður að birta fréttir og myndir daglega úr flokknum hér á heimasíðunni.

Heimkoma úr Gauraflokki er sunnudaginn 10.júní kl.16:30 á Holtavegi 28.

Við hlökkum til sumarsins sem er framundan og bjóðum þátttakendur velkomna.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889