Day 13. júní, 2012

Myndir úr starfi KFUM og KFUK

Við hjá KFUM og KFUK höfum glímt við smá vanda við að hafa myndir úr sumarbúðunum aðgengilegar hér á vefnum. Við trúum því að aðgengismálin séu nú að mestu leyst, en hægt er að nálgast allar myndir á slóðinni: 

1.flokkur – Fjallaklifur í Vindáshlíð

Þriðjudagurinn rann upp bjartur og fagur. Það voru hressar stelpur sem vöknuðu í Vindáshlíð þennan þriðjudagsmorgun. Það var farið í brennó, íþróttir og spriklað í læknum okkar sem rennur hér niður hlíðina.

2.flokkur – Dagur 2 í Ölveri

Héðan úr Ölveri er allt gott að frétta.  Dagurinn hefur verið alveg frábær.  Stelpurnar sváfu flestar til að verða 9 í morgun enda þreyttar eftir fyrsta daginn. Við hófum daginn á morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri.  Þar lærðum við að við…