Sumarbuðir

2.flokkur – Enn meiri sól og gleði á Hólavatni

Nú er á enda annar dagur í öðrum flokki á Hólavatni og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Stelpurnar voru hressar á fætur kl. 8.30 og eftir fánahyllingu og morgunmat var morgunsamvera. Að henni lokinni var farið á bátana og siglt fram að hádegi. Eftir matinn lá leiðin upp í réttir þar sem farið var í ýmsa skemmtilega leiki og þegar heim var komið var útidrykkja enda veðrið afbragðs gott. Eftir kaffið var farið að busla og hoppa í vatnið og nokkrar stelpur fengu tækifæri til að prófa nýju uppblásnu risakúlurnar á vatninu. Það er óskandi að á morgun verði hægt að leyfa hinum að prófa. Kvöldvakan var snilld og eitt herbergið fékk að spreyta sig á leikritum og að sjálfsögðu var fullt af leikjum, söng og foringjaleikritum. Þegar stelpurnar voru komnar upp í rúm voru þær svo allar ræstar aftur fram í náttfatapartý og þar var dansað, sungið, hlustað á sögur og allir fengu ís til að toppa annars frábæran dag.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889