Sumarbuðir

Nýtt í Kaldárseli – Prakkarflokkur 25 – 29. júní.

Dagana 25 – 29. júní verður haldinn í fyrsta sinn svokallaður Prakkaraflokkur fyrir   drengi og stúlkur á aldrinum 8-11 ára.

Prakkaraflokkur er sérsniðinn til að höfða til barna á þessum aldri. Til viðbótar við hefðbundið sumarbúðarstarf verður boðið upp á dagskrárliði þar sem sérstök áhersla verður á óvæntar uppákomur sem glæða þennan einstaka flokk miklu lífi, skilja eftir ógleymanlegar stundir og frábærar minningar sem enginn má láta framhjá sér fara.

Núna eru í gangi síðustu skráningardagar í þennan spennandi flokk sem hefst núna mánudaginn 25. júní og hægt er að ganga frá skráningu í síma: 588-8899 eða hér á heimasíðunni.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889