Sumarbuðir

Sérlega spennandi ævintýraflokkur í Kaldárseli 9 – 13. júlí

Dagana 9 til 13. júlí verður haldinn sérstaklega spennandi ævintýraflokkur í Kaldárseli fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 10-13 ára. Ævintýraflokkurinn er sérsniðinn til að höfða til barna á þessum aldri.

Til viðbótar við hefðbundið sumarbúðarstarf er m.a. boðið upp á fjársjóðsleit, varðeld, grillaða sykurpúða, létta næturgöngu, fjörugan vatnsslag, þrautabraut, diskótek og jafnvel gist eina nótt í helli eða úti undir berum himni (valfrjálst).

Ævintýraflokkurinn í fyrra tókst með eindæmum vel og í ár er stefnt á að gera enn betur. Í flokknum verður mikið til sama starfsfólk og verið hefur undanfarin ár og teljum við það mikinn styrk fyrir staðinn þar sem að í hverri stöðu er vel valinn einstaklingur.

Í ævintýraflokknum er sérstök áhersla á óvæntar uppákomur sem glæða þennan einstaka flokk miklu lífi, skilja eftir ógleymanlegar stundir og frábærar minningar sem enginn má láta framhjá sér fara.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889