Sumarbuðir

6.flokkur – Vatnaskógur: Veisludagur

Í dag er síðasti heili dagurinn í 6. flokki. Veðrið er yndislegt og er núna leikur drengja og foringja í fótbolta. Í gær fórum við í svokallaðan Hermannaleik þar sem hópnum er skipt í 2 lið Oddverja og Haukdæli. Markmið leiksins er að Oddverjar eru að sækja landið sitt til baka (Oddakot) sem Haukdælir hafa nappað af þeim. Í lok leiksins vakna síðan skógardýrin og bæði liðin sameinast um að fanga þau.

Í morgun fór fram undankeppnin í Biblíuspurningakeppninni og stóðu öll borðin sig vel. Eftir mat verður farið í orustu sem er skemmtilegur skotboltaleikur og síðan munu bátarnir opna og íþróttahúsið. Nokkrir drengir slöppuðu af í heitu pottunum í gærkveldi áður en þeir fóru á kvöldvöku og svo í háttinn.

Hér eru fleiri myndir  og hér eru líka fleiri myndir 

kveð að sinni

Haukur Árni

forstöðumaður

Spjótkast
Spjótkast

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889