Sumarbuðir

Feðgaflokkur hefst í Vatnaskógi í dag: Skráning í fullum gangi

Í dag, föstudaginn 24. ágúst hefst fyrri Feðgaflokkur ársins í Vatnaskógi og stendur til sunnudagsins 26. ágúst. Frábær dagskrá í fögru umhverfi Vatnaskógar verður í boði fyrir alla feðga á aldrinum 7-99 ára.

Feður, synir og afar eiga tækifæri á að skemmta sér saman í Skóginum innan – og utandyra, sækja Skógarmannakvöldvökur, taka þátt í leikjum, íþróttum, fara út á báta og ýmislegt fleira.
Enn eru laus pláss í Feðgaflokka, en senni Feðgaflokkur sumarsins fer fram helgina 31. ágúst – 2. september. Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á netfanginu skrifstofa@kfum.is . Verð er kr. 11.900 fyrir einstakling, en innifalið er gisting, fullt fæði og öll dagskrá yfir helgina.

Ef óskað er eftir rútuferð, skal láta vita hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Upplýsingar um dvölina í Vatnaskógi er að finna á eftirfarandi slóð: http://kfum.niba.is/sumarstarf/vatnaskogur/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/ Allir feðgar hjartanlega velkomnir!

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889