Sumarbuðir

Þjónustusamningur á milli Reykjanesbæjar og KFUM og KFUK um æskulýðsstarf

Þann 27. maí var undirritaður þjónustusamningur á milli Reykjanesbæjar og KFUM og KFUK um framkvæmd æskulýðsstarfs í bæjarfélaginu. Samningurinn er til þriggja ára og greiðir Reykjanesbær félögunum árlega kr. 1. milljón. Greiðslan er vegna almenns æskulýðsstarfs og nýrra verkefna í æskulýðsstarfi. Samningurinn var undirritaður við hátíðalega athöfn í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þegar árleg úthlutun úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar fór fram. Æskulýðsstarf KFUM og KFUK í Reykjanesbær hefur verið afar blómlegt um langt árabil. Starfstöð félagsins er að Hátúni 36 og þar hafa í vetur verið starfandi fimm deildir. Í haust fóru af stað þrjár nýjar deildir á Reykjanesi þegar nýtt starf hófst í Akurskóla í Njarðvík og í Grindavík í samstarfi við sóknirnar þar. Nú er á döfinni enn eitt nýtt verkefnið þegar leikjanámskeið hefjast í júní, en þau verða með svipuðu sniði og námskeiðin sem hafa verið lengi starfrækt við miklar vinsældir í Reykjavík og Kópavogi.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889