Sumarbuðir

Vindáshlíð: 1. flokkur 2. dagur

Annar dagur byrjaði með því að stelpurnar voru vaktar með tónlist af Gospel gleði disknum og lagið hressa "Gaman er í dag" ómaði þar til allar voru vaknaðar.
Það var farið í Hlíðarhlaup niður að hliði og þaðan gengið að réttinni þar sem var farið í réttarleikinn hressilega. Keppt var í brennói, skotbolta og húshlaupi og vatn sprautað á stelpurnar í góða veðrinu við mikla kátínu. Fyndin atriði voru á kvöldvökunni og mikið sungið.
Þær fengu morgunkorn í morgunmat, í hádegismat voru naggar með hrísgrjónum og salati, í kaffitímanum voru skinkuhorn og hjónabandssæla, í kvöldmatinn var grjónagrautur og í kvöldkaffi fengu þær kex og heitt kakó.
Á biblíulestri um morguninn lærðu þær um hvernig Biblían inniheldur boðskap sem getur lýst okkur veginn í lífinu og á hugleiðingu fræddust þær um gildi þakklætis.
Að venju fengu þær bænakonuna sína til sín fyrir svefninn í rabb og farið var með bænir.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889