Sumarbuðir

1. flokkur á Hólavatni

Í gær, miðvikudag, fór frumkvöðlaflokkur á Hólavatn í yndislegu veðri. Krakkarnir eru 7 og 8 ára og eru öll að fara í fyrsta sinn í sumarbúðir og gista aðeins tvær nætur. Dagskrá fyrsta dags gekk frábærlega og var buslað í fjörunni, farið í bátsferðir, útileiki og margt fleira. Eftir velheppnaða og skemmtilega kvöldvöku og kvöldhressingu fóru allir að sofa og gekk það vel og voru krakkarnir duglegir að sofna fjarri pabba eða mömmu. Í morgun var spennan svo mikil að allir voru komnir á fætur löngu áður en til stóð og morgunmatur var því um klukkan átta, eða klukkutíma á undan áætlun. Nokkrar myndir frá fyrsta degi eru komnar hér á vefinn en fleiri myndir verða birtar á morgun.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889