Sumarbuðir

3. Flokkur í Kaldárseli

Stelpurnar í 3. flokki hafa farið einkar vel af stað í drullukökugerð, svona fyrsta daginn. Enda ekki annað hægt þar sem veðrið bauð uppá slíkt, það skiptust á skin og skúrir. Við fórum svo í leiki í gömlu réttinni við Selið, þar sem starfsmenn léku bændur og rifust um stelpurnar/kindurnar. Stoppdans við lögin úr kvikmyndinni hairspray klikkaði ekki, né heldur dimmalimm eða eitur í flösku. Það er ekki hægt að segja annað en að stemningin sé góð og stelpurnar séu þreyttar (eða vonandi; sofnaðar) eftir skemmtilegan dag.
Hér fyrir neðan er slóð að myndum frá Kaldárseli.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889