Sumarbuðir

Kaupstefna á morgun

Jæja það er komið að því. Nú er vetrarstarfið okkar að fara í gang og hefst það með kaupstefnu leiðtoga eins og fyrri ár. Hvað er kaupstefna? Kaupstefna er atburður fyrir leiðtoga vetrarstarfsins þar sem þeir geta mætt, snætt og hitt aðra leitðga. Á kaupstefnu er fræðsluefnið kynnt, sem í ár heitir "Sögurnar sem Jesús sagði". Einnig verður farið yfir það efni sem er í boði í vetur fyrir deildarstarfið. Á kaupstefnu útbúa leiðtogar dagskrá vetrarins sem í kjölfarið er birt hér á síðunni og ljósrituð fyrir þátttakendur í deildunum. Kaupstefnan hefst klukkan 19:00 með pizzum og er búinn um 20:30.
Látum sjá okkur.

Opnunartími:
Mán. – Fimmt. 9:00 – 16:00

Fðst.  9:00 – 15:00

Símanúmer: (354) 588 8899
Netfáng: kfum@kfum.is 

Heimilisfáng: Holtavegi 28 , 104 reykjavik

© KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI 2024

Kt:690169-0889